Furuvellir 18 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og tveimur tönkum

Málsnúmer 2019020068

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 709. fundur - 07.02.2019

Erindi dagsett 1. febrúar 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Coca-cola European Partners ehf., kt. 470169-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 18 við Furuvelli. Viðbygging og tveir nýir stáltankar komi við austurhlið vinnslusals. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa óskar umsagnar skipulagsráðs þar sem umbeðin breyting varðar útlit og form hússins og deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Skipulagsráð - 309. fundur - 13.02.2019

Lagt fram erindi dagsett 1. febrúar 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Coca-cola European Partners ehf., kt. 470169-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 18 við Furuvelli. Viðbyggingin er tveir nýir stáltankar ásamt viðbyggingu við austurhlið vinnslusals. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

Byggingarfulltrúi vísaði málinu til umsagnar skipulagsráðs þar sem breytingin varðar útlit og form hússins, deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Að mati skipulagsráðs er framkvæmdin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar sbr. ákvæði 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Ekki er þó talin þörf á grenndarkynningu sbr. heimild í 2. ml. 3. mgr. 44. gr. laganna.

Skipulagsráð hefur því fyrir sitt leyti ekkert við fyrirhuguð áform að athuga.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 711. fundur - 21.02.2019

Erindi dagsett 1. febrúar 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Coca-cola European Partners ehf., kt. 470169-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 18 við Furuvelli. Viðbyggingin er tveir nýir stáltankar ásamt viðbyggingu við austurhlið vinnslusals. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Skipulagsráð afgreiddi erindið á fundi sínum 13. febrúar 2019 og hafði ekkert við áformin að athuga.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 712. fundur - 28.02.2019

Erindi dagsett 1. febrúar 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Coca-cola European Partners ehf., kt. 470169-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 18 við Furuvelli. Viðbyggingin er tveir nýir stáltankar ásamt viðbyggingu við austurhlið vinnslusalar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar 26. og 28. febrúar 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.