Glerárdalur - breyting á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis

Málsnúmer 2019010089

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal í samræmi við beiðni Fallorku, kt. 600302-4180, sem tekin var fyrir á fundi skipulagsráðs 12. desember 2018. Í breytingunni felst að lega göngustígs breytist lítillega á um 1500 m kafla, öryggismörk skotsvæðis minnka auk minniháttar breytinga á legu aðrennslispípu til samræmis við verkhönnun og endanlega legu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 308. fundur - 30.01.2019

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal í samræmi við beiðni Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sem tekin var fyrir á fundi skipulagsráðs 12. desember 2018. Í breytingunni felst að lega göngustígs breytist lítillega á um 1500 m kafla, öryggismörk skotsvæðis minnka auk minniháttar breytinga á legu aðrennslispípu til samræmis við verkhönnun og endanlega legu.
Skipulagsráð frestar erindinu milli funda.

Skipulagsráð - 309. fundur - 13.02.2019

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal í samræmi við beiðni Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sem var frestað á fundi skipulagsráðs 30. janúar 2019. Í breytingunni felst að lega göngustígs breytist lítillega á um 1500 m kafla, öryggismörk skotsvæðis minnka auk minniháttar breytinga á legu aðrennslispípu til samræmis við verkhönnun og endanlega legu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn - 3449. fundur - 19.02.2019

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. febrúar 2019:

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal í samræmi við beiðni Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sem var frestað á fundi skipulagsráðs 30. janúar 2019. Í breytingunni felst að lega göngustígs breytist lítillega á um 1500 m kafla, öryggismörk skotsvæðis minnka auk minniháttar breytinga á legu aðrennslispípu til samræmis við verkhönnun og endanlega legu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.


Þórhallur Jónsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Frístundaráð - 52. fundur - 20.03.2019

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Tillagan gerir m.a. ráð fyrir breytingu á legu göngustígs í gegnum svæði Skotfélags Akureyrar og KKA, öryggismörk skotsvæðisins minnka lítillega og smávægilegar breytingar eru gerðar á legu aðrennslispípu.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu.