Málsnúmer 2019020261Vakta málsnúmer
Umræða um almenningssamgöngur á Akureyri.
Málshefjandi, Gunnar Gíslason, reifaði m.a. þjónustu og notkun strætisvagna á Akureyri.
Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hilda Jana Gísladóttir, Þórhallur Jónsson, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Gunnar Gíslason, Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Þórhallur Jónsson (í annað sinn), Hlynur Jóhannsson, Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn), Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir (í þriðja sinn), Gunnar Gíslason, Hlynur Jóhannsson (í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir (í þriðja sinn), Hlynur Jóhannsson (í þriðja sinn) og Þórhallur Jónsson (í þriðja sinn).
Heimir Haraldsson S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.
Forseti bauð Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur velkomna en hún sat sinn fyrsta fund í bæjarstjórn.
Forseti leitaði afbrigða til að taka tvö mál á dagskrá: Breytingar í nefndum 2018-2022 - stjórn Hafnasamlags Norðurlands, sem verði 2. liður á dagskrá og Kosning nefnda 2018-2022 - nýtt öldungaráð, sem verði 4. liður á dagskrá. Var það samþykkt.