Kjarasamninganefnd

6. fundur 24. september 2018 kl. 13:15 - 14:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Tímabundið tilraunaverkefni Leikskólanum Pálmholti

Málsnúmer 2015090067Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi áður á dagskrá kjarasamninganefndar 20. ágúst 2018.

Tekið fyrir erindi dagsett 9. ágúst 2018 frá stjórnendum á Leikskólanum Pálmholti um tilraunaverkefni sem verið hefur í gangi á leikskólanum frá því haustið 2015.

Kjarasamninganefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum vegna málsins. Óskað er eftir að sviðsstjóri fræðslusviðs og skólastjóri Pálmholts mæti á næsta fund nefndarinnar og geri grein fyrir reynslu leikskólans af verkefninu.

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs, Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Leikskólans Pálmholts og Áslaug Magnúsdóttir aðstoðarleikskólastjóri sátu fund nefndarinnar.
Kjarasamninganefnd samþykkir heimild til að framlengja verkefnið til vors 2019.

Gerð verði úttekt á verkefninu og árangur metinn og niðurstaða úttektarinnar lögð fyrir kjarasamninganefnd í maí 2019.

2.ÖA - vaktafyrirkomulag

Málsnúmer 2018040348Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi áður á dagskrá kjarasamnninganefndar 31. maí 2018 og 20.ágúst 2018.

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 3. maí 2018 gert eftirfarandi bókun:

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 26. apríl 2018. Fundargerðin er í 7 liðum.

Bæjarráð vísar 3. lið til kjarasamninganefndar.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fund kjarasamninganefndar.

Kjarasamninganefnd samþykkir að skoða erindið frekar í samvinnu við stjórnendur Öldrunarheimila Akureyrar og í framhaldinu verði haldnir fundir með starfsmönnum um erindið.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fund nefndarinnar.

Kjarasamninganefnd þakkar Helgu og Lúðvík fyrir komuna og kallar eftir frekari gögnum.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fund nefndarinnar.
Kjarasamninganefnd hefur lokið skoðun á erindinu og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að boða þá aðila sem mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa og fulltrúa stjórnenda ÖA til fundar með kjarasamninganefnd.

3.Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna

Málsnúmer 2018080977Vakta málsnúmer

Umfjöllun um erindi dagsett 28. ágúst 2018 um úthlutun launaðs námsleyfis með tilstyrk Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að í fjárhagsáætlun árins 2019 verði gert ráð fyrir framlagi í samræmi við reglur Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra. Kjarasamninganefnd felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að setja í gang vinnu við endurskoðun á reglum sjóðsins.

4.Eining-Iðja - ágreiningur um matar- og kaffitíma starfsmanna í tímavinnu

Málsnúmer 2018060414Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi áður á dagskrá kjarasamnninganefndar 20. ágúst 2018.

Tekið fyrir á fundi bæjarráðs 28. júní 2018:

Erindi dagsett 19. júní frá Birni Snæbjörnssyni fyrir hönd Einingar-Iðju þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að svarað verði hvort það sé opinber afstaða Akureyrarbæjar að virða ekki túlkun samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands hvað varðar réttindi tímavinnustarfsmanna til matar- og kaffitíma til jafns við annað vaktavinnufólk.

Kjarasamninganefnd frestar málinu til næsta fundar.
Kjarasamninganefnd leggur áherslu á að gengið verði til samninga við Einingu-Iðju um málið sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 14:45.