Lögð fram tillaga að endurskoðuðum verklagsreglum um ritun fundargerða og birtingu fylgigagna með fundargerðum. Tillagan gerir ráð fyrir að sameinaðar verði í eitt skjal verklagsreglur sem áður voru í tveimur skjölum. Jafnframt er skerpt á nokkrum atriðum m.a. að birta beri öll fylgiskjöl nema lög kveði á um annað.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.