Málsnúmer 2018100093Vakta málsnúmer
Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. október 2018:
Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort að ástæða sé til að endurskoða gildandi aðalskipulag. Skal ákvörðun sveitarstjórnar liggja fyrir innan 12 mánaða frá kosningum og skal niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir. Í gildi er Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 6. mars 2018 og tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 14. maí 2018.
Skipulagsráð telur að í ljósi þess að nýtt aðalskipulag tók gildi í maí á þessu ári sé ekki ástæða til þess að fara í vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins. Er mælt með því að bæjarstjórn feli sviðsstjóra skipulagssviðs að tilkynna Skipulagsstofnun um þessa niðurstöðu.
Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að fá að taka af dagskrá 6. lið í útsendri dagskrá, skýrslu bæjarstjóra, þar sem bæjarstjóri er að sinna vinnu utan bæjarins. Var það samþykkt samhljóða.