Langtímaáætlun fræðslumála 2018-2027

Málsnúmer 2017050029

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 8. fundur - 08.05.2017

Lögð fram til kynningar og endurskoðunar fyrri 10 ára áætlun sem samþykkt var í skólanefnd 18. nóvember 2013.
Fræðsluráð vísar málinu til vinnufundar með kjörnum fulltrúum sem haldinn verður á milli reglubundinna funda.

Fræðsluráð - 9. fundur - 18.05.2017

Vinnufundur kjörinna fulltrúa fræðsluráðs.

Fræðsluráð - 1. fundur - 08.01.2018

Langtímaáætlun rædd. Fræðsluráð mun halda vinnufund um áframhald áætlunarinnar.

Fræðsluráð - 3. fundur - 25.01.2018

Vinnufundur kjörinna fulltrúa.

Langtímaáætlun fræðsluráðs fyrir tímabilið 2017 - 2027.

Umræður.

Fræðsluráð - 4. fundur - 06.02.2018

Drög að langtímaáætlun fræðslumála fyrir tímabilið 2018-2027 lögð fram til kynningar.

Fræðsluráð samþykkti að halda annan vinnufund kjörinna fulltrúa fræðsluráðs um langtímaáætlunina fimmtudaginn 15. febrúar kl. 14:00. Lögð er áhersla á að fyrir fundinn munu formaður fræðsluráðs og fulltrúar fræðslusviðs eiga fund með fulltrúum umhverfis- og mannvirkjasviðs varðandi framkvæmdir á tímabilinu.

Fræðsluráð - 5. fundur - 15.02.2018

Vinnufundur fræðsluráðs.

Farið yfir langtímaáætlun fræðslumála fyrir tímabilið 2018-2027.

Fræðsluráð - 7. fundur - 05.03.2018

Formaður fræðsluráðs fór yfir stöðu verkefnisins og forsendur auk þess sem rekstrarstjóri kynnti töluleg gögn.
Gert er ráð fyrir að langtímaáætlunin verði afgreidd á fundi fræðsluráðs 19. mars 2018.

Dagný Þóra Baldursdóttir vék af fundi kl. 14:50.

Fræðsluráð - 8. fundur - 19.03.2018

Lögð fram langtímaáætlun fræðslumála 2018-2027 til afgreiðslu.
Fræðsluráð vísar langtímaáætlun fræðslumála 2018-2027 til bæjarráðs til frekari úrvinnslu.

Fræðsluráð - 13. fundur - 18.06.2018

Ingunn Högnadóttir vék af fundi kl. 15:15.
Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrarsviðs og formaður fræðsluráðs fóru yfir og kynntu langtímaáætlun fræðslusviðs.