Málsnúmer 2016120129Vakta málsnúmer
6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 8. mars 2017:
Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem B.E. Húsbyggingar ehf., kt. 490398-2529, sækja um:
1. Nýtingarhlutfall lóðar verði hækkað úr 0,69 í 1,0.
2. Lóðarstækkun sem nemur 7 bílastæðum eða 102,5 m².
3. Minniháttar breytingu á austari viðmiðunarkóta um 0,1 m.
Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 8. febrúar 2017. Nánari upplýsingar um íbúðagerðir bárust 13. febrúar 2017.
Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. febrúar að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Meðfylgjandi er nýtt erindi dagsett 22. febrúar 2017. Tvær tillögur eru lagðar fram, unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsettar 1. mars 2017 og merktar A og B.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit fyrir bílastæði og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga A verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Helgi M. Bergs fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri lést 16. mars sl. 71 árs að aldri.
Helgi fæddist 21. maí 1945. Hann var bæjarstjóri á Akureyri á árunum 1976 til 1986 eða í tvö og hálft kjörtímabil.
Helgi var með meistarapróf í hagfræði og kenndi viðskipta- og hagfræðigreinar við Háskólann á Akureyri og gegndi stöðu lektors frá árinu 1991. Hann gegndi stöfum sérfræðings hjá Fiskifélagi Íslands á árunum 1974-1976 og sem framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akureyrar hf á árunum 1986 til 1990.
Eftirlifandi eiginkona Helga er Dóróthea Bergs.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Helga M. Bergs samúð sína, um leið og honum eru þökkuð fórnfús störf í þágu bæjarfélagsins.
Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Helga M. Bergs með því að rísa úr sætum.