Á fundi sínum þann 24. apríl 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 10. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. apríl 2015.
Liður 10 úr fundargerð, Sporatún 2 - smáhýsi á lóð:
Hjörtur Unason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Afar ósáttur við bréf skipulagsstjóra dagsett 16. mars 2015 þar sem krafist er að smáhýsi við hús hans verði fjarlægt. Smáhýsið er á sólpalli og hann segir að 50 cm vanti upp á að staðsetning uppfylli lagaskilyrði. Þá kvartar hann yfir því að gefinn frestur til að aðhafast í málinu sé 30 dagar yfir vetrarmánuðina.
Þess vegna getur skipulagsstjóri ekki fallast á að krafa um færslu garðskúrsins verði felld niður eða að brunatæknilegum aðferðum verði beitt til að uppfylla öryggiskröfuna.
Áður gefinn frestur til þess er þó framlengdur til 30. júní 2015.