Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

541. fundur 22. maí 2015 kl. 13:00 - 14:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ábendingar um umhirðu 2014

Málsnúmer 2014010028Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 24. apríl 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 7. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. apríl 2015.

Liður 7 úr fundargerð, Ábendingar um umhirðu:

Emma Magnúsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Er íbúi við Þingvallastræti og er mjög ósátt við umgengni um lóðir í Þingvallastræti 36 og 22. Vill að bærinn geri eitthvað í málinu.
Skipulagsstjóri mun ræða við heilbrigðisfulltrúa um umhirðu lóðarinnar við Þingvallastræti 22. Úrbætur á umhverfi lóðar Þingvallastrætis 36 eru hafnar.

2.Glerárgata 36 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2013060155Vakta málsnúmer

Þann 27. febrúar 2015 sótti Sigurður Einarsson f.h. Bílasölunnar Bílaríkis ehf., kt. 420190-2209, um endurnýjun á stöðuleyfi/skammtímaleyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 36 við Glerárgötu.

Skipulagsstjóri hafnaði erindinu 19. mars sl. þar sem rökstuðningur og samþykki lóðarhafa fyrir staðsetningunni höfðu ekki borist. Bílasalan fékk frest til 14. maí til að fjarlægja húsið.

Borist hefur tölvupóstur dagsettur 18. maí 2015 þar sem Sigurður sækir um viðbótarfrest til að fjarlægja húsið fyrir 30. júní 2015. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Sporatún 2 - smáhýsi á lóð

Málsnúmer 2015030142Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 24. apríl 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 10. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. apríl 2015.

Liður 10 úr fundargerð, Sporatún 2 - smáhýsi á lóð:

Hjörtur Unason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Afar ósáttur við bréf skipulagsstjóra dagsett 16. mars 2015 þar sem krafist er að smáhýsi við hús hans verði fjarlægt. Smáhýsið er á sólpalli og hann segir að 50 cm vanti upp á að staðsetning uppfylli lagaskilyrði. Þá kvartar hann yfir því að gefinn frestur til að aðhafast í málinu sé 30 dagar yfir vetrarmánuðina.
Með tilliti til öryggissjónarmiða í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar þarf garðskúrinn að vera a.m.k. 3 m frá glugga húss eða lóðarmörkum.

Þess vegna getur skipulagsstjóri ekki fallast á að krafa um færslu garðskúrsins verði felld niður eða að brunatæknilegum aðferðum verði beitt til að uppfylla öryggiskröfuna.

Áður gefinn frestur til þess er þó framlengdur til 30. júní 2015.

4.Giljaskóli - brettavöllur að ósk hverfisnefndar

Málsnúmer 2015010108Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 24. apríl 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 3. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. apríl 2015.

Liður 3 úr fundargerð, Giljaskóli - brettavöllur:

Hildur Kristinsdóttir og Helgi Rúnar Bragason mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Vildu ræða brettavöll við Giljaskóla. Eru íbúar í Skessugili 21. Eru afar ósátt við framkvæmdina. Fengu bréf á sínum tíma frá skipulagsnefnd og gerðu athugsemdir. Ekkert gert með þeirra sjónarmið í málinu. Hverfisnefnd tók ekki undir sjónarmið þeirra á aðalfundi hverfisnefndar Giljahverfis 9. apríl sl. Hljóðmön er of lág og þau telja að mikið ónæði verði vegna þessa. Vilja fá að vita hvað þau hefðu getað gert til að stöðva framkvæmdina. Hvernig verður lýsingin á svæðinu?
Skipulagsnefnd tók málið fyrir á fundi sínum 25. mars 2015 og samþykkti framkvæmdina á grundvelli fyrirliggjandi gagna þar sem m.a. var gert ráð fyrir mótvægisaðgerðum vegna nálægðar við íbúðabyggð. Nefndin óskaði eftir að útfærsla á hljóðmön og gróðri yrði á þann veg að skermun gagnvart íbúðabyggðinni yrði sem mest. Óskaði því nefndin eftir viðbótarhljóðmön vestan vallarins.

Farið var í framkvæmdina að ósk hverfisnefndar Giljahverfis ásamt því að samráð var haft við skólayfirvöld sem ekki gerðu athugasemd við áformin.

Bent er á að Fasteignir Akureyrarbæjar hafa yfirumsjón með framkvæmdinni og geta því upplýst um tæknileg atriði s.s. varðandi lýsingu ofl.

5.Umferðarmál - ábendingar 2015

Málsnúmer 2015010075Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 24. apríl 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 9. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. apríl 2015.

Liður 9 úr fundargerð, Umferðarmál - ábendingar 2015:

Kristján Skarphéðinsson hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Vill að heimilt sé að leggja meðfram allri göngugötunni vestanmegin. Þá vill hann sjá merkingu á skábraut við Krónuna.
Samkvæmt deiliskipulagi miðbæjarins er gert ráð fyrir bílastæðum á afmörkuðum stöðum meðfram göngugötunni, beggja vegna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endurgerð götunnar en það er forsenda þess að hægt verði að framfylgja skipulaginu. Það sama á við um skábrautina.

6.Hafnarstræti - langtímaleiga fyrir matsöluvagn

Málsnúmer 2015050130Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2015 þar sem Birgir Helgason f.h. Djúss ehf., kt. 611112-1140, sækir um langtímaleigusvæði fyrir matsöluvagn norðan Hafnarstrætis 101. Meðfylgjandi eru útlitsmyndir.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir vagninn til 31. desember 2015 með vísun í samþykkt um götu- og torgsölu. Stöðuleyfið er veitt með þeim fyrirvara að nægilegt rými þarf að vera til staðar fyrir sviðsvagn Akureyrarbæjar í tengslum við bæjarhátíðir.

7.Jaðarstún 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014110080Vakta málsnúmer

Þann 11. maí 2015 lagði Sigurgeir Arngrímsson f.h. Virkni-eignarhaldsfélags ehf., kt. 520809-0580, fram teikningar þar sem óskað er eftir breytingu á áður samþykktri teikningu af húsi á lóðinni nr. 2 við Jaðarstún.

Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Jaðarstún 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014120152Vakta málsnúmer

Þann 11. maí 2015 lagði Sigurgeir Arngrímsson f.h. Virkni-eignarhaldsfélags ehf., kt. 520809-0580, fram teikningar þar sem óskað er eftir breytingu á áður samþykktri teikningu af húsi á lóðinni nr. 4 við Jaðarstún.

Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Hrafnaland 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2015050083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. maí 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 1 við Hrafnaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 18. maí 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Hrafnaland 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2015050084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. maí 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 11 við Hrafnaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Hrafnaland 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2015050140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 7 við Hrafnaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

12.Kambsmýri 14 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2015050099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2015 þar sem Karl Frímannsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús á lóð nr. 14 við Kambsmýri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

13.KA hús við Dalsbraut - umsókn um byggingarleyfi fyrir handrið og þak við tröppur

Málsnúmer 2013110109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, og Knattspyrnufélags Akureyrar, kt. 700169-4219, sækir um breytingar innan- og utanhúss á KA húsinu við Dalsbraut, lnr. 147480. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

14.Melasíða 1, íbúð 102 - byggingarleyfi fyrir yfirbyggingu svala

Málsnúmer 2015050108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2015 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Þorsteins Péturssonar sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála á svölum íbúðar nr. 102 í húsi nr. 1 við Melasíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

15.Fjölnisgata 6 - umsókn um breytingar og viðbyggingu

Málsnúmer 2015030269Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. mars 2015 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Bjarkarness ehf., kt. 671107-0710, sækir um breytingar á þaki húss og viðbyggingu við hús nr. 6 við Fjölnisgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar teikningar 18. maí 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

16.Kotárgerði 22 - umsókn um breytta notkun vegna bílskúrs

Málsnúmer 2015050117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2015 þar sem Svavar Sigmundsson og Áslaug Magnúsdóttir spyrjast fyrir um hvort leyfi fengist til að gera aðra bílgeymslu í húsinu Kotárgerði 22 undir hluta 2. hæðar þar sem nú er óútgrafið rými innan sökkla. Meðfylgjandi eru frumdrög að breytingunni og samþykki nágranna.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir greinargerð frá burðarþolshönnuði vegna umbeðinna breytinga.

17.Gata sólarinnar 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014070003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júní 2014 þar sem Brynjar Einarsson f.h. Úrbótamanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 2 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynjar Einarsson. Innkomnar teikningar 20. apríl 2015. Innkomnar teikningar 19. maí 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

18.Kjarnagata 41 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi

Málsnúmer 2015030250Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2015 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um breytingar á lóð nr. 41-43 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:40.