Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 17. október 2014 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að mennta - og menningarmálaráðuneyti hefur sett í opið samráðsferli breytingar á grunnskólalögum er varða frístundaheimili.
Starfshópur um málefni frístundaheimila fyrir nemendur á grunnskólastigi hefur afhent mennta- og menningarmálaráðherra greinargerð ásamt tillögu að breytingu á 33. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008. Einnig fylgdi skýrsla með niðurstöðum könnunar um starfsemi frístundaheimila sem unnin var sl. vetur á vegum starfshópsins á frístundaheimilum og er aðgengileg á vef ráðuneytisins.
Tillagan fer nú í opið samráðsferli með birtingu á vef ráðuneytisins þar sem öllum gefst kostur að kynna sér efni hennar og skila inn athugasemdum og ábendingum til ráðuneytisins eigi síðar en 7. nóvember nk. á netfangið erla.osk.gudjonsdottir@mrn.is