Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. október 2014 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að gerð hafa verið drög að rafrænni handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum sem unnin er á grundvelli laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðar um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða nr. 657/2009.
Í handbókinni eru leiðbeiningar fyrir sveitarfélög, rekstraraðila grunnskóla, skólastjórnendur, kennara og aðra sem starfa í grunnskólum, um velferð og öryggi barna í grunnskólum.
Fram til 31. október 2014 er öllum þeim sem áhuga hafa gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við drögin að handbókinni. Athugasemdir óskast sendar á netfangið bjork.ottarsdottir@mrn.is.