Handbók skólanefndar 2014 - 2018

Málsnúmer 2014060220

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 10. fundur - 30.06.2014

Formaður bauð nefndarmenn velkomna til 1. fundar

Bæjarstjórn hefur á fundi sínum 18. júní 2014 kosið aðal- og varamenn í skólanefnd til fjögurra ára:
Aðalmenn:
Bjarki Ármann Oddsson formaður
Dagný Þóra Baldursdóttir varaformaður
Siguróli Magni Sigurðsson
Eva Hrund Einarsdóttir
Preben Jón Pétursson
Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi

Varamenn:
Pétur Maack Þorsteinsson
Tryggvi Þór Gunnarsson
Ingibjörg Ólöf Isaksen
Hanna Dögg Maronsdóttir
Áshildur Hlín Valtýsdóttir
Inga Sigrún Atladóttir varaáheyrnarfulltrúi

Formaður óskaði eftir samþykki nefndarmanna fyrir því að taka inn á fundinn nýjan dagskrárlið nr. 8 Fræðslustjóri - uppsögn úr starfi. Var það samþykkt.
Á fundinum var nefndarmönnum afhent handbók skólanefndar sem inniheldur þau grunngögn sem nauðsynleg eru fyrir nefndarmenn.

Samþykkt var að fundir verði haldnir að jafnaði fyrsta og þriðja mánudag í mánuði kl. 14.00 og að næsti fundur verði haldinn 11. ágúst.

Fræðsluráð - 12. fundur - 18.05.2018

Handbók fræðsluráðs var lögð fram til kynningar og umræðu.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að uppfæra handbókina.