Hulduheimar - skólastjóri

Málsnúmer 2014060219

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 10. fundur - 30.06.2014

Fræðslustjóri gerði grein fyrir ráðningarferli í stöðu skólastjóra við leikskólann Hulduheima. Staðan var auglýst í maí 2014. Ein umsókn barst um stöðuna. Við mat á umsækjanda var skráðu ráðningarferli fylgt, tekið var viðtal við umsækjanda og leitað umsagna hjá nokkrum aðilum. Þar sem umsækjandi hefur verið starfsmaður á skóladeild voru utanaðkomandi aðilar fengnir til að sinna ráðningarferlinu og leggja mat á hæfni umsækjanda.
Fræðslustjóri leggur til að tillögu matshóps, að Snjólaug Brjánsdóttir verði ráðin í stöðu skólastjóra leikskólans Hulduheima.

Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og felur fræðslustjóra að ganga frá ráðningu í samræmi við umræður á fundinum.