Atvinnumálanefnd

1. fundur 27. febrúar 2015 kl. 15:00 - 16:15 Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson formaður
  • Jóhann Jónsson
  • Erla Björg Guðmundsdóttir
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Dagskrá
Á fundi bæjarstjórnar 17. febrúar 2015 voru eftirtaldir kosnir í atvinnumálanefnd:

Aðalmenn:
Matthías Rögnvaldsson formaður
Jóhann Jónsson varaformaður
Erla Björg Guðmundsdóttir
Elías Gunnar Þorbjörnsson
Margrét Kristín Helgadóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi

og varamenn:
Dagur Fannar Dagsson
Þorlákur Axel Jónsson
Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Þórhallur Jónsson
Stefán Guðnason
Hildur Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi.

1.Fundaáætlun atvinnumálanefndar 2015

Málsnúmer 2015020154Vakta málsnúmer

Rætt var um fastan fundartíma nefndarinnar.
Atvinnumálanefnd samþykkir að fastur fundartími nefndarinnar verði að öllu jöfnu þriðja miðvikudag í mánuði kl. 14:00.

2.Byggðastofnun - umsóknir í verkefnið Brothættar byggðir

Málsnúmer 2014040240Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu umsóknar sveitarfélagsins í verkefnið Brothættar byggðir. Sótt var um fyrir Hrísey og Grímsey.
Lagt fram til kynningar.

3.Atvinnumálanefnd - stofnun 2015 og samþykktir

Málsnúmer 2015010158Vakta málsnúmer

Samþykkt fyrir atvinnumálanefnd var lögð fram til kynningar.

4.Atvinnustefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

Atvinnustefna Akureyrarbæjar 2014-2021 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:15.