Bæjarráð

3366. fundur 02. maí 2013 kl. 09:00 - 10:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Rekstrarsamningar aðildarfélaga ÍBA - endurnýjun 2012-2013

Málsnúmer 2011110002Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 11. apríl 2013:
Lögð fram til kynningar drög að rekstrar- og samstarfssamningi við Íþróttafélagið Þór og drög að rekstrarstyrktarsamningi við Fimleikafélag Akureyrar.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að samningum við Íþróttafélagið Þór og Fimleikafélag Akureyrar og vísar samningsdrögum til bæjarráðs.
Tryggvi Þór Gunnarsson formaður íþróttaráðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstrar- og samstarfssamningi við Íþróttafélagið Þór og fyrirliggjandi drög að rekstrarstyrktarsamningi við Fimleikafélag Akureyrar.

2.Rekstrarsamningar aðildarfélaga ÍBA - endurnýjun 2012-2013

Málsnúmer 2011110002Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 18. apríl 2013:
Lögð fram til kynningar drög að rekstrar- og samstarfssamningi við Knattspyrnufélag Akureyrar.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að samningi við Knattspyrnufélag Akureyrar og vísar samningsdrögum til bæjarráðs.
Tryggvi Þór Gunnarsson formaður íþróttaráðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstrar- og samstarfssamningi við Knattspyrnufélag Akureyrar.

3.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir veturinn 2012-2013

Málsnúmer 2012010167Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 18. apríl 2013. Fundargerðin er í 11 liðum.

Bæjarráð vísar 1. og 7. lið til fjármálastjóra, 2. og 9. lið til Akureyrarstofu, 3. lið til skóladeildar, 4. og 8. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði, 5. lið til íþróttaráðs, 6., 10. og 11. lið til framkvæmdadeildar,

4.Hverfisnefnd Naustahverfis - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010212Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 48. fundar hverfisnefndar Naustahverfis dags. 15. apríl 2013. Fundargerðin er í 5 liðum og má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/naustahverfi/fundargerdir

Fundargerðin var lögð fram til kynningar í bæjarráði.

5.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010076Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 10. apríl 2013.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2012-2013

Fundargerðin var lögð fram til kynningar í bæjarráði.

6.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 68. fundar hverfisráðs Hríseyjar dags. 23. apríl 2013. Fundargerðin er í 10 liðum og má finna á slóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

1. - 6. liður ásamt 10. lið eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði. Bæjarráð vísar 7. og 9. lið til framkvæmdadeildar, 8. lið til skipulagsdeildar.

7.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013020001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 805. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19. apríl 2013.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni:
http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

Fundargerðin var lögð fram til kynningar í bæjarráði.

8.Málræktarsjóður - aðalfundur 2013

Málsnúmer 2013040237Vakta málsnúmer

Erindi dags. 22. apríl 2013 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs. Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 7. júní nk. kl. 15:30 á Hótel Sögu, Snæfelli. Akureyrarbær á rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráðið.
Tilnefningar fyrir aðalfundinn 2013 þurfa að berast framkvæmdastjóra sjóðsins bréflega eða í tölvupósti, kari@hi.is eigi síðar en 17. maí nk.
Bæjarráð tilnefnir Hólmkel Hreinsson sem aðalmann og Þórgný Dýrfjörð sem varamann í fulltrúaráðið og felur Hólmkeli að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

9.Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2013

Málsnúmer 2013040125Vakta málsnúmer

Erindi dags. 15. apríl 2013 frá Kára Arnóri Kárasyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins fimmtudaginn 16. maí nk. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri og hefst fundurinn kl. 14:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á ársfundinum.

Fundi slitið - kl. 10:40.