Málsnúmer 2013100211Vakta málsnúmer
Í bæjarráði þann 24. október 2013 var rætt um hugsanlegan flutning á fráveitu Akureyrarbæjar til Norðurorku hf. Bæjarráð fól bæjarfulltrúunum Oddi Helga Halldórssyni L-lista og Guðmundi Baldvini Guðmundssyni B-lista, ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna áfram að málinu.
Staða málsins kynnt.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vöktu Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista á því athygli að þau teldu sig vanhæf að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku hf.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt samhljóða.
Halla Björk Reynisdóttir og Geir Kristinn Aðalsteinsson viku af fundi við kynningu og umræðu málsins.
Fundargerðir 52. og 53. fundar (aðalfundar) eru lagðar fram til kynningar í bæjarráði.
Bæjarráð vísar 5. og 6. lið fundargerðar 54. fundar til framkvæmdadeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.