Erindi dags. 15. september 2011 þar sem foreldrar barna í Grímseyjarskóla krefjast þess að sem fyrst verði gengið frá kaupum á borðum og stólum í sal Múla sem sé auðvelt að flytja úr salnum, þannig að þar verði hægt að sinna íþróttakennslu.
Erindið var sent til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar í samræmi við samþykkt skólanefndar frá fundi í maí 2011. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 4. nóvember 2011 að heimila kaup á búnaði í sal Múla fyrir allt að 120 manns. Búið er að fá verð í þann búnað sem kemur til greina og hafa tillögur verið sendar til Grímseyjar til umsagnar. Þá hefur komið fram að félagasamtök í Grímsey eru tilbúin til að leggja fram allt að 500.000 kr. til kaupa á búnaðinum.
Skólanefnd óskar eftir því við stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar að skipt verði út búnaði í sal Múla sem geri það einfaldara að losa hann svo hægt sé að kenna þar íþróttir. Þá felur skólanefnd fræðslustjóra og skólastjóra Grímseyjarskóla að skoða leiðir til þess að efla listkennslu í skólanum fyrir skólaárið 2011-2012.