Njáll Trausti Friðbertsson D-lista lagði fram eftirfandi fyrirspurn:
Í framhaldi af þeirri ákvörðun L-listans að fara svokallaða B-leið í sorpmálum Akureyringa síðastliðið sumar þar sem notast yrði við svokallaða grenndarvelli/gámavelli í stað sérstakra flokkunartunna við hvert heimili eins og A-leið gerði ráð fyrir.
Þegar kostnaðarmat fór fram á þessum tveimur möguleikum kom fram í máli fulltrúa L-listans að ekki væri gert ráð fyrir neinum girðingum eða frekari framkvæmdum við að fegra umhverfið í kringum gámana þegar eftir því var spurt. Þeir ættu bara að standa einir og sér.
Í framhaldi af því að mönnum hefur snúist hugur og nú er hafinn vinna við þessar girðingar spyr fulltrúi D-listans: Hver er kostnaðurinn af þessum framkvæmdum?