Framkvæmdaráð

244. fundur 09. desember 2011 kl. 13:00 - 13:56 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Sigríður María Hammer
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Samþykkt um búfjárhald - endurskoðun

Málsnúmer 2010080055Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju samþykkt um búfjárhald sem vísað var aftur til framkvæmdaráðs á fundi bæjarstjórnar þann 22. nóvember sl. til frekari umræðu, en málinu var frestað á síðasta fundi framkvæmdaráðs 25. nóvember sl.
Einnig teknar fyrir athugasemdir Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur bæjarfulltrúa V-lista dags 24. nóvember 2011, en hún gerði að tillögu sinni að í samþykkt um búfjárhald í Akureyrarkaupstað verði fellt út úr 2. grein samþykktarinnar setningin: Sækja þarf um byggingarleyfi kofa vegna hænsna í görðum til skipulagsdeildar.

Framkvæmdaráð samþykkir samþykkt um búfjárhald með áorðnum breytingum og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Slökkvilið Akureyrar í Grímsey

Málsnúmer 2011120035Vakta málsnúmer

Erindi frá Björgunarsveitinni í Grímsey dags. 30. nóvember 2011 þar sem óskað er eftir samstarfi og samvinnu með aðstöðu og starfsemi við Slökkvilið Akureyrar.
Einnig voru kynntar hugmyndir að endurnýjun á slökkvibifreið fyrir Grímsey.

Framkvæmdaráð felur Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að vinna áfram að málinu.

3.Blindrafélagið - ferðaþjónusta blindra - endurskoðun á samningi

Málsnúmer 2011120036Vakta málsnúmer

Erindi frá Blindrafélaginu dags. 1. desember 2011 þar sem óskað er eftir endurskoðun á samningi frá mars 2008 milli Blindrafélagsins og Akureyrarbæjar.

Framkvæmdaráð felur Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að taka upp viðræður við Blindrafélagið um endurnýjun samnings um ferliþjónustu fyrir blinda.

4.Önnur mál í framkvæmdaráði

Málsnúmer 2011020089Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð hefur áhyggjur af skemmdum sem orðið hafa á gróðri og götum við snjómokstur.

Fundi slitið - kl. 13:56.