Framkvæmdaráð

246. fundur 03. febrúar 2012 kl. 09:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Sigríður María Hammer
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Bergur Þorri Benjamínsson fulltrúi
Dagskrá

1.Ferliþjónusta fatlaðra á Akureyri

Málsnúmer 2012010394Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Karls Guðmundssonar verkefnastjóra hagþjónustu dags. 16. janúar 2012, vegna úttektar á rekstri ferliþjónustu fatlaðra á Akureyri árin 2008-2011.

 

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2013-2015

Málsnúmer 2012010262Vakta málsnúmer

Afgreiðsla bæjarráðs vegna vinnu við 3ja ára áætlun var lögð fram til kynningar.

 

3.Dalsbraut - tilkynning um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 2011120068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Skipulagsstofnunar dags. 26. janúar 2012 um matsskyldu framkvæmdar við Dalsbraut. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að framkvæmd við Dalsbraut skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

 

4.Samþykkt um búfjárhald - endurskoðun

Málsnúmer 2010080055Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 19. janúar 2012 7. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 12. janúar 2012 til framkvæmdaráðs:
Andrea Hjálmsdóttir, Ásvegi 21, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Andrea Hjálmsdóttir óskar eftir að í nýrri Samþykkt um búfjárhald í Akureyrarkaupstað verði felld út úr 2. grein setningin: Sækja þarf um byggingarleyfi vegna hæsnakofa í görðum til skipulagsdeildar og skal samþykki nágranna fylgja umsókninni.
Greinargerð.
Akureyrarkaupstaður býr yfir skýrum byggingarreglugerðum sem gilda einnig um byggingu hænsnakofa í görðum og því ekki þörf á sérákvæði í búfjársamþykktinni hvað þetta varðar. Það er mikilvægt að taka fram að engar formlegar kvartanir hafa borist Akureyrarbæ vegna hænsnahalds í bænum og því verður ekki séð að hér sé um verulegt vandamál að ræða sem girða þarf fyrir. Hins vegar er ljóst að hænsnahald er fyrsta skref margra bæjarbúa að sjálfbærum lífsháttum. Áhugi íbúa á hænsnabúskap virðist vera að aukast sem er vel því um umhverfisvænan búskap sé að ræða þar sem hænurnar borða lífrænan úrgang af heimilinu.
Auk þess sem uppeldislegt gildi þess að einhverjir íbúar bæjarins velji að halda hænsn innan bæjarmarkanna er mikið. Það ætti því að vera bæjarfélaginu til framdráttar að stuðla að slíkum smábúskap íbúa og auka þannig fjölbreytileika samfélagsins fremur en að setja íþyngjandi reglugerðir sem letjandi eru fyrir áhugasama hænsnabændur.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista lagði fram tillögu um að sett yrði sérstakt ákvæði um að eigendur hana sem nú þegar eru haldnir, fái að halda þá meðan hanarnir lifa.

Tillaga Sigfúsar var felld með 3 atkvæðum gegn atkvæði Sigfúsar Arnars Karlssonar. 

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir samþykktina.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista sat hjá við afgreiðslu.

5.Metangas - rannsóknarvinnsla

Málsnúmer 2010110002Vakta málsnúmer

Ágúst Torfi Hauksson forstjóri Norðurorku mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi vinnslu metangass á Glerárdal.

Framkvæmdaráð þakkar Ágústi Torfa fyrir kynninguna.

6.Lífdísilkaup fyrir Akureyrarbæ

Málsnúmer 2012020008Vakta málsnúmer

Lagt var fram ódags. minnisblað frá Orkey vegna íblöndunar og gæða á lífdísil fyrir Akureyrarbæ. Farið var yfir gæði og blöndunarhlutfall á lífdísil.

Framkvæmdaráð samþykkir að innlendur lífdísill verði notaður sem íblöndunarefni.

Formaður Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi 11:30 og varaformaður Sigríður Margrét Hammer tók við fundarstjórn.

7.Kattahald - gjaldskrá og skráningartímabil

Málsnúmer 2011120087Vakta málsnúmer

Erindi dags. 14. desember 2011 frá Ragnheiði Gunnarsdóttur þar sem eindregið er hvatt til þess að gjaldskrá fyrir kattahald verði endurskoðuð. Einnig er hvatt til þess að skráningartímabil katta verði framlengt. Framkvæmdaráð frestaði erindinu á fundi sínum þann 20. janúar sl.

 Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi S-lista óskar bókað.

a)  Ég tel gjaldið of hátt  og að röksemdir fyrir meirihluta gjaldsins séu á gráu svæði hvað varðar reglur um þjónustugjöld.

b)  Of hátt gjald vinnur gegn einu helsta markmiði reglugerðarinnar, sem er að kettir séu skráðir og sveitarfélagið hafi yfirsýn sem þarf um kattaeign bæjarbúa. Of hátt gjald leiðir til þess að eigendur katta skrá þá ekki. Ég tel að reglugerð um kattahald sé nauðsynleg en gjald eigi aðeins að endurspegla þjónustu við skráningu og umsýslu henni tengdri.

Forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, lagði til breytingu á skráningargjaldi.

Framkvæmdaráð samþykkir að skráningargjald fyrir ketti og hunda verði lækkað um kr. 2.500 og verði skráningargjaldið kr. 7.500 þar sem náðst hefur hagræðing í vinnuferli við skráningu. Ekki er fallist á framlengingu á fresti til að skrá ketti gjaldfrjálst.

8.Önnur mál í framkvæmdaráði 2012

Málsnúmer 2012020036Vakta málsnúmer

a) Njáll Trausti Friðbertsson D-lista spurði um hundagerði innan bæjarmarkanna.

b) Bjarni Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi A-lista spurði hvort strætisvagnar myndu aka Dalsbraut og hvort Norðurorka sé að kaupa fráveitu Akureyrar.

Fundi slitið - kl. 12:00.