Hjallastefnan ehf - samningur um rekstur leikskóla

Málsnúmer 2009120021

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 14. fundur - 16.08.2010

Fyrir fundinn var lögð tillaga að endurnýjuðum samningi við Hjallastefnuna ehf um rekstur leikskólans Hólmasólar. Í tillögunni er fallið frá vísitölubindingu 20% af rekstrarkostnaði og í staðinn tekið upp viðmið við meðaltalskostnað 7 leikskóla Akureyrarbæjar og breytist því kostnaðarviðmið samningsins samfara breytingum í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar.

Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi með fyrirvara um að niðurstaða ársreiknings Hjallastefnunnar ehf sé með eðlilegum hætti.

Bæjarráð - 3236. fundur - 26.08.2010

4. liður í fundargerð skólanefndar dags. 16. ágúst 2010:
Fyrir fundinn var lögð tillaga að endurnýjuðum samningi við Hjallastefnuna ehf um rekstur leikskólans Hólmasólar. Í tillögunni er fallið frá vísitölubindingu 20% af rekstrarkostnaði og í staðinn tekið upp viðmið við meðaltalskostnað 7 leikskóla Akureyrarbæjar og breytist því kostnaðarviðmið samningsins samfara breytingum í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar.
Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi með fyrirvara um að niðurstaða ársreiknings Hjallastefnunnar ehf sé með eðlilegum hætti.

 Bæjarráð samþykkir samninginn.

Þegar hér var komið viku bæjarstjóri og Ólafur Jónsson af fundi kl. 11.07.