Kjarasamninganefnd

4. fundur 26. september 2011 kl. 14:00 - 15:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Hallgrímur Guðmundsson
  • Hjalti Ómar Ágústsson
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir fundarritari
Dagskrá

1.Staða námsstyrkjasjóðanna

Málsnúmer 2010120025Vakta málsnúmer

Umræður um stöðu námstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar og fjárframlög Akureyrabæjar árið 2012. Kynnt samþykkt fræðslunefndar sem hefur í för með sér tilfærslu fjárveitingar ársins 2011 til ársins 2012.

Formaður kjarasamninganefndar hefur farið yfir tilurð sjóðsins ásamt meirihluta bæjarráðs og ákvörðun verið tekin um að ekki verði sett fjármagn til námsleyfasjóðs sérmenntaðra starfsmanna á árinu 2012, þar sem sá sjóður er ekki bundinn kjarasamningum. Þar með er ljóst að það tímabundna hlé sem gert var á greiðslum til sjóðsins hefur verið lengt um eitt ár.

2.TV einingar - reglur 2011

Málsnúmer 2011090115Vakta málsnúmer

Kynntar breytingar á ákvæðum um tímabundin viðbótarlaun í nýgerðum kjarasamningum. Umræður um núgildandi reglur Akureyrarbæjar um úthlutun TV eininga vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna og vegna verkefna og hæfni.

Kjarasamninganefnd þakkar kynninguna.

3.TV einingar - v/verkefna og hæfni árið 2012

Málsnúmer 2011090114Vakta málsnúmer

Kynning og umræður um úthlutun TV eininga vegna verkefna og hæfni á árinu 2012.

Kjarasamninganefnd þakkar kynninguna og vekur athygli bæjarráðs á því að nauðsynlegt sé að gera ráð fyrir úthlutun TV eininga vegna verkefna og hæfni á næstu þremur árum eða samningstímabilinu.

Fundi slitið - kl. 15:45.