Kjarasamninganefnd

7. fundur 03. júlí 2017 kl. 15:00 - 15:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Tímabundið tilraunaverkefni á leikskólanum Pálmholti

Málsnúmer 2015090067Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá leikskólanum Pálmholti um framhald tilraunaverkefnis sem hófst haustið 2015.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að heimild verði veitt til að framlengja tilraunaverkefni á leikskólanum Pálmholti til vors 2018. Kjarasamninganefnd óskar eftir að fá í júní 2018 skýrslu sem byggir m.a. á könnun meðal starfsmanna, um reynslu af verkefninu.

2.Starfsþróunarsetur háskólamanna

Málsnúmer 2017070001Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga um að sótt verði um aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna fyrir tilgreindan hóp starfsmanna hjá Akureyrarbæ.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að sótt verði um aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna fyrir æðstu stjórnendur bæjarins sem tilgreindir eru í minnisblaði.

Fundi slitið - kl. 15:45.