Málsnúmer 2017010126Vakta málsnúmer
1.liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 2. febrúar 2017.
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 26. janúar sl.
3. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 19. janúar 2017:
Lögð fram drög að skipuriti fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar ásamt starfsáætlunum fyrir árið 2017 frá Fasteignum Akureyrarbæjar, framkvæmdadeild og umhverfismiðstöð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagt skipurit í samræmi við umræður á fundinum.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og bæjarstjóra að vinna að nánari útfærslu í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt er málinu vísað til kjarasamninganefndar.