Kjarasamninganefnd

2. fundur 10. janúar 2017 kl. 15:00 - 16:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
Fundargerð ritaði: Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Sigíður Huld Jónsdóttir S-lista boðaði forföll.

1.Stjórnendaálag deildarstjóra

Málsnúmer 2017010004Vakta málsnúmer

Bæjarráð bókaði á fundi sínum 22. desember 2016:

Bæjarráð samþykkir að fela kjarasamninganefnd að vinna tillögu að endurskoðuðum reglum um greiðslu stjórnendaálags hjá Akureyrarbæ. Tillaga að

endurskoðuðum reglum skal lögð fram til afgreiðslu á fundi bæjarráðs 12. janúar nk.

Umfjöllun um tillögu að nýjum reglum um stjórnendaálag deildarstjóra.
Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna áfram að málinu.

2.Stjórnendaálag forstöðumanna

Málsnúmer 2017010057Vakta málsnúmer

Bæjarráð bókaði á fundi sínum 22. desember 2016:

Bæjarráð samþykkir að fela kjarasamninganefnd að vinna tillögu að endurskoðuðum reglum um greiðslu stjórnendaálags hjá Akureyrarbæ. Tillaga að

endurskoðuðum reglum skal lögð fram til afgreiðslu á fundi bæjarráðs 12. janúar nk.

Unnið að endurskoðun á reglum um stjórnendaálag forstöðumanna hjá Akureyrarbæ.
Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna áfram að málinu.

3.Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, launaröðun

Málsnúmer 2017010058Vakta málsnúmer

Umfjöllun um samanburð á launaröðun félagsmanna í Kjarafélagi viðskipta- og hagfræðinga og Fræðagarði sem gegna störfum sem taka viðmið við samhljóma skilgreiningar starfa í kjarasamningum SNS og viðkomandi félaga.
Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að launaröðun starfa félagsmanna í Kjarafélagi viðskipta- og hagfræðinga verði jöfnuð við launaröðun starfa í Fræðagarði eins og hún er 1. janúar 2017 með þeim fyrirvara að samkomulag náist við stjórnendur í KVH um afsal fastra greiðslna. Heildarlaun stjórnenda skulu ekki lækka við þessa aðgerð.

Fundi slitið - kl. 16:45.