Íþróttaráð

116. fundur 20. september 2012 kl. 14:00 - 16:33 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Þóroddur Hjaltalín
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Anna Jenný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Örvar Sigurgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun - íþróttamál 2013

Málsnúmer 2012080030Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013, þriggja ára áætlunar og gjaldskrá íþróttamannvirkja.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

2.Endurnýjun áhalda og búnaðar í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012090204Vakta málsnúmer

Óskir forstöðumanna íþróttamannvirkja um viðhald og endurnýjun áhalda og búnaðar í mannvirkjunum kynntar.

Íþróttaráð óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar komi að kostnaði við viðhald og endurnýjun áhalda og búnaðar í íþróttamannvirkjum bæjarins þar sem við á. Forstöðumanni íþróttamála falið að koma tillögum og óskum um viðhald og endurnýjun áhalda og búnaðar til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.

3.Íþróttasvæði Þórs - kastsvæði - svæði norðan Skarðshlíðar

Málsnúmer 2009020135Vakta málsnúmer

Aðstaða fyrir Ungmennafélag Akureyrar til frjálsíþrótta norðan Skarðshlíðar til umræðu.

Íþróttaráð óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar leggi til vinnu við hönnun og skipulagningu frjálsíþróttaaðstöðu (kastvöll) norðan Skarðshlíðar á næsta ári.

Fundi slitið - kl. 16:33.