Íþróttaráð

115. fundur 06. september 2012 kl. 14:00 - 16:15 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Anna Jenný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Dýrleif Skjóldal áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá

1.Íþrótta- og tómstundaskóli

Málsnúmer 2012020136Vakta málsnúmer

Sólveig Jónasdóttir verkefnastjóri hjá skóladeild mætti á fundinn og sagði frá starfi vinnuhóps um frístundaskóla.

Íþróttaráð þakkar Sólveigu Jónasdóttur fyrir kynningu á undirbúningsvinnu við stofnun frístundaskóla.

Dýrleif Skjóldal áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 14:35.

2.Móttöku- og kynningardagur fyrir nýja íbúa

Málsnúmer 2012060209Vakta málsnúmer

Móttöku- og kynningardagur samfélags- og mannréttindaráðs fyrir nýja íbúa Akureyrar þann 15. september nk. kynntur fyrir íþróttaráði.

Íþróttaráð fagnar verkefninu.

3.Samþykkt fyrir Afreks- og styrktarsjóð Akureyrar

Málsnúmer 2012050140Vakta málsnúmer

Drög að nýrri Samþykkt Afreks- og styrktarsjóðs Akureyrar lögð fram til afgreiðslu.

Afgreiðslu frestað.

4.Aðstaða til íþróttaiðkunar í Glerárskóla og Naustaskóla

Málsnúmer 2012080120Vakta málsnúmer

Erindi dags. 30. ágúst 2012 frá Íþróttabandalagi Akureyrar varðandi aðstöðu til íþróttaiðkunar í Glerárskóla og Naustaskóla.

Íþróttaráð óskar eftir því við Fasteignir Akureyrarbæjar að gerðar verði úrbætur á gólfi og aðstæðum til körfuboltaiðkunar í íþróttahúsi Glerárskóla.

Forstöðumanni íþróttamála falið að ræða málefni Dansdeildar Akurs við Fasteignir Akureyrarbæjar.

5.Skíðafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna framvæmda við gönguskíðaskálann

Málsnúmer 2012070128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 27. júlí 2012 frá Eyþóri Ólafi Bergmannssyni f.h. Skíðafélags Akureyrar (SKA) þar sem óskað er eftir styrk vegna framkvæmda við stækkun/endurnýjun á rotþró við gönguskíðaskálann í Hlíðarfjalli. Erindinu var frestað á fundi íþróttaráðs 16. ágúst sl. og forstöðumanni íþróttamála falið að ræða við málsaðila.

Íþróttaráð samþykkir að veita Skíðafélagi Akureyrar styrk að upphæð kr. 330.000.

6.Íþróttabandalag Akureyrar - bréf frá SKA snjóbrettadeild

Málsnúmer 2012040041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 2. apríl 2012 frá stjórn Íþróttabandalags Akureyrar þar sem vísað er í bréf frá Skíðafélagi Akureyrar varðandi ósk um bætta aðstöðu snjóbrettaiðkenda sunnan Skautahallar. Stjórn ÍBA mælir með því að aðstaða fyrir iðkendur verði bætt. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi íþróttaráðs 10. maí sl. og forstöðumanni íþróttamála falið að leita eftir samvinnu um málið við framkvæmdadeildina.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu að sinni en mun taka málið upp að nýju við Fasteignir Akureyrarbæjar.

7.Fjárhagsáætlun - íþróttamál 2013

Málsnúmer 2012080030Vakta málsnúmer

Gjaldskrá íþróttamannvirkja Akureyrar lögð fram til kynningar og umræðu vegna gjaldskrárbreytinga fyrir starfsárið 2013.

Fundi slitið - kl. 16:15.