Íþróttaráð

110. fundur 10. maí 2012 kl. 14:00 - 16:35 Íþróttahúsið við Laugargötu
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Anna Jenný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Dýrleif Skjóldal áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Íþróttaráð - heimsóknir í íþróttamannvirki

Málsnúmer 2011040054Vakta málsnúmer

Farin var skoðunarferð um Sundlaug Akureyrar og íþróttahúsið við Laugargötu.

Íþróttaráð þakkar forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar fyrir leiðsögn um svæðið.

2.Sundlaug Akureyrar - rekstur 2008-2011

Málsnúmer 2012050048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit Karls Guðmundssonar verkefnastjóra innra eftirlits dags. 12. apríl 2012 um rekstur Sundlaugar Akureyrar á árunum 2008-2011.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Karli fyrir samantektina og Elínu fyrir yfirferðina.

3.Sundlaug Akureyrar - afsláttur fyrir hópa

Málsnúmer 2012020042Vakta málsnúmer

Rætt um viðmið vegna afsláttar af aðgangseyri til hópa.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð samþykkir að bjóða upp á 10 miða kort fyrir börn á kr. 1.300. Fyrir stóra hópa, 400 manns eða fleiri, verður í boði 35% afsláttur.

Dýrleif Skjóldal vék af fundi kl. 15:45 og Þorvaldur Sigurðsson kl. 16:00.

4.Íþróttabandalag Akureyrar - bréf frá SKA snjóbrettadeild

Málsnúmer 2012040041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 2. apríl 2012 frá stjórn Íþróttabandalags Akureyrar þar sem vísað er í bréf frá Skíðafélagi Akureyrar varðandi ósk um bætta aðstöðu snjóbrettaiðkenda sunnan Skautahallar. Stjórn ÍBA mælir með því að aðstaða fyrir iðkendur verði bætt. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi íþróttaráðs 26. apríl sl. og forstöðumanni íþróttamála falið að afla nánari upplýsinga um málið.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að leita eftir samvinnu um málið við framkvæmdadeild.

5.Kraftlyftingafélag Akureyrar - stuðningur til fjárfestinga á endurbættum keppnisbúnaði

Málsnúmer 2012040119Vakta málsnúmer

Erindi dags. 23. apríl 2012 frá Grétari Skúla Gunnarssyni f.h. Kraftlyftingafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna endurnýjunar á æfinga- og keppnisbúnaði.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu og felur formanni að ræða við bréfritara.

6.Sparkvellir - umgengnisreglur

Málsnúmer 2012050054Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fyrirspurn sem barst í gegnum akureyri.is frá ungum knattspyrnuiðkanda um umgengnisreglur á sparkvöllum sem staðsettir eru við grunnskóla bæjarins.

Íþróttaráð minnir notendur sparkvallanna á að fara eftir þeim umgengnisreglum sem í gildi eru og hanga uppi við vellina. Þar kemur m.a. fram að eldri einstaklingum sé heimilt að nota völlinn ef hann stendur ónotaður en skuli víkja tafarlaust ef börn eða unglingar óska afnota af honum.

Fundi slitið - kl. 16:35.