Íþróttaráð

108. fundur 12. apríl 2012 kl. 14:00 - 16:04 Félagsheimili Þórs, Hamri við Skarðshlíð
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Anna Jenný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Dýrleif Skjóldal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Íþróttaráð - heimsóknir í íþróttamannvirki

Málsnúmer 2011040054Vakta málsnúmer

Farin var skoðunarferð um íþróttamannvirki á félagssvæði Þórs.

Íþróttaráð þakkar forráðamönnum Þórs fyrir leiðsögn um svæðið.

2.Akureyri Handboltafélag - styrkbeiðni 2012

Málsnúmer 2012030131Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 11. mars 2012 frá Akureyri Handboltafélagi þar sem óskað er eftir styrk frá íþróttaráði. Málið var áður á dagskrá íþróttaráðs 22. mars sl.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Munntóbaksnotkun í íþróttamannvirkjum

Málsnúmer 2012040025Vakta málsnúmer

Rætt um notkun munntóbaks í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar.

Íþróttaráð vill minna íþróttafélög á lög Íþróttabandalags Akureyrar þar sem kveðið er á um bann við neyslu tóbaks og vímuefna í tengslum við æfingar og keppni. Einnig er minnt á reglugerð nr. 326/2007 þar sem öll tóbaksneysla er bönnuð í húsakynnum sem ætluð eru til fræðslu-, félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga. Jafnframt hvetur íþróttaráð Íþróttabandalag Akureyrar og íþróttafélög á Akureyri til að banna alla notkun tóbaks í íþróttastarfi félaganna og í og við íþróttamannvirki.

Fundi slitið - kl. 16:04.