Íþróttaráð

100. fundur 03. nóvember 2011 kl. 14:00 - 15:45 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
Starfsmenn
  • Kristinn H. Svanbergsson fundarritari
Dagskrá

1.Rekstrarsamningar aðildarfélaga ÍBA - endurnýjun 2012

Málsnúmer 2011110002Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurnýjuðum rekstrarsamningi við Skíðafélag Akureyrar.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls mætti á fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð felur formanni íþróttaráðs ásamt Árna Óðinssyni fulltrúa S-lista og forstöðumanni Hlíðarfjalls að vinna drögin áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja endanlega útfærslu fyrir næsta fund ráðsins.

2.Akureyrarvöllur - endurbætur 2010-2012

Málsnúmer 2010070100Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir 2. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 17. október 2011:
Lögð fram beiðni frá Gunnari Jónssyni framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Akureyrar um búnaðarkaup fyrir Akureyrarvöll dags. 14. september 2011.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar erindinu til íþróttaráðs.

Íþróttaráð telur æskilegt að endurnýja gamlan og slitinn búnað á Akureyrarvelli og óskar eftir því við stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar að leggja allt að kr. 5.000.000 í verkefnið.

Íþróttaráð vill að skoðað verði með samnýtingu véla og tækja sem notuð eru við slátt og umhirðu knattspyrnuvalla KA og Þórs og golfvöll Golfklúbbs Akureyrar.

Íþróttaráð felur formanni íþróttaráðs ásamt Erlingi Kristjánssyni fulltrúa B-lista að vinna að tillögu um slíka samnýtingu í samvinnu við KA, Þór og Golfklúbb Akureyrar og skila tillögum fyrir lok janúar 2012.

3.Grunnskólinn í Hrísey - beiðni um sparkvöll

Málsnúmer 2011110003Vakta málsnúmer

Erindi dags. 27. september 2011 frá 8., 9. og 10. bekk Grunnskólans í Hrísey þar sem óskað er eftir sparkvelli við skólann.

Íþróttaráð þakkar unglingadeildum grunnskólans í Hrísey fyrir innsent erindi og vísar því til frekari umfjöllunar í stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar.

4.Mennta- og menningarmálaráðuneytið - stefnumótun í íþróttamálum

Málsnúmer 2011100047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar Stefnumótun í íþróttamálum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Fundi slitið - kl. 15:45.