Íþróttaráð

92. fundur 26. maí 2011 kl. 14:00 - 16:15 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
Starfsmenn
  • Kristinn H. Svanbergsson fundarritari
Dagskrá

1.Íþróttaráð - rekstur 2011

Málsnúmer 2011050127Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri íþróttadeildar lagði fram yfirlit yfir rekstur deildarinnar fyrstu fjóra mánuði ársins 2011.

Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með rekstur íþróttadeildar fyrstu fjóra mánuði ársins og að hann skuli vera í samræmi við áætlanir að Hlíðarfjalli undanskildu þar sem töluverður tekjumissir varð í vetur vegna mjög óhagstæðs veðurfars.

2.Afreks- og styrktarsjóður - samþykkt fyrir sjóðinn

Málsnúmer 2011050128Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri íþróttadeildar lagði fyrir fundinn drög að nýrri samþykkt fyrir Afreks- og styrktarsjóð Akureyrarkaupstaðar.
Unnið að nýrri samþykkt.

3.Rathlaupafélagið Hekla - styrkbeiðni vegna kortagerðar

Málsnúmer 2011050129Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dags. 19. maí 2011 frá Guðmundi Finnbogasyni f.h. Rathlaupafélagsins Heklu þar sem rathlaupsíþróttin er lítillega kynnt. Félagið hefur hug á að hefja kortagerð á Akureyri og óskar eftir stuðningi Akureyrarbæjar við þá vinnu.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 16:15.