Íþróttaráð

77. fundur 16. september 2010 kl. 14:00 - 16:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn H. Svanbergsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun íþróttaráðs 2011

Málsnúmer 2010080052Vakta málsnúmer

Unnið að gjaldskrárbreytingum fyrir starfsárið 2011.

2.Árskort í Hlíðarfjall - athugasemdir

Málsnúmer 2010090054Vakta málsnúmer

Erindi dags. 31. ágúst 2010 frá Reyni Eiríkssyni þar sem hann leggur fram athugasemdir sínar um hópafslátt á árskortum í Hlíðarfjall.

Íþróttaráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2011.

3.Hlíðarfjall - framkvæmdir sumarið 2010

Málsnúmer 2010050083Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð kostnaðaráætlun vegna framkvæmda í Hlíðarfjalli 2010.

Íþróttaráð samþykkir endurskoðaða kostnaðaráætlun og óskar eftir því við bæjarráð að bætt verði við þegar veittar fjárheimildir bæjarráðs frá 27. maí 2010 samkvæmt meðfylgjandi áætlun.

Fundi slitið - kl. 16:00.