Málsnúmer 2020010595Vakta málsnúmer
Á fundi bæjarráðs þann 4. febrúar sl. var tekið fyrir erindi dagsett 22. janúar 2021 þar sem Hallgrímur Gíslason f.h. Félags eldri borgara á Akureyri ítrekar ósk félagsins um að unnin verði heildstæð aðgerðaáælun vegna þjónustu við eldri borgara í samvinnu allra viðkomandi aðila.
Meirihluti bæjarráðs vísaði málinu til frístunda- og velferðarráðs með eftirfarandi bókun:
Meirihluti bæjarráðs óskar eftir því við frístunda- og velferðarráð að mynda samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samræmi við velferðar- og íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Meirihluti bæjarráðs leggur til að horft verði sérstaklega til nýútkominnar skýrslu um heilsueflingu aldraðra. Meirihluti bæjarráðs leggur áherslu á að málið verði unnið eins hratt og auðið er.
Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Sveinn Arnarson mætti á fundinn kl. 14:10.