Frístundaráð

90. fundur 10. febrúar 2021 kl. 12:00 - 14:03 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varamaður fulltrúa ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Gunnborg Petra Jóhannsdóttir varaáheyrnarfulltrúi ungmennaráðs mætti í forföllum Þuru Björgvinsdóttur.

Sveinn Arnarson mætti á fundinn kl. 14:10.

1.Skotfélag Akureyrar - ósk um snjómokstur að félagsheimili

Málsnúmer 2021020258Vakta málsnúmer

Erindi frá Ómari Erni Jónssyni formanni Skotfélags Akureyrar dagsett 3. febrúar 2021 þar sem félagið óskar eftir því að mokað verði reglulega að félagssvæði Skotfélags Akureyrar á vetrartíma.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu en felur starfsmönnun að kanna hjá Fallorku hvort samlegð gæti orðið með snjómokstur á veginum að skotsvæði sem liggur áfram inn að Glerárstíflu.

2.Heilsuefling aldraðra - skýrsla starfshóps

Málsnúmer 2021020343Vakta málsnúmer

Skýrsla starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins þar sem lagðar eru fram tillögur um heilsueflingu aldraðra lögð fram til kynningar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur starfsmönnum að taka saman upplýsingar um þau heilsueflandi verkefni sem eru í boði í dag fyrir eldri borgara hvort sem það er á vegum sveitarfélagsins eða einkaaðila.

3.Til samráðs - drög að stefnu um félags- og tómstundastarf

Málsnúmer 2021020290Vakta málsnúmer

Mennta- og menningarmálaráðuneytið er að vinna að gerð stefnu um félags- og tómstundastarf. Drög að stefnunni lögð fram til kynningar ásamt athugasemdum frá Akureyrarbæ sem send voru inn á samráðsgátt stjórnvalda.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.

4.Punkturinn - breyting á starfsemi

Málsnúmer 2020010598Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Bjarka Ármanni Oddssyni forstöðumanni tómstundamála og Kristni J. Reimarssyni sviðsstjóra samfélagssviðs.

Bjarki Ármann Oddsson sat fundinn undir þessum lið.

5.Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 4. febrúar sl. var tekið fyrir erindi dagsett 22. janúar 2021 þar sem Hallgrímur Gíslason f.h. Félags eldri borgara á Akureyri ítrekar ósk félagsins um að unnin verði heildstæð aðgerðaáælun vegna þjónustu við eldri borgara í samvinnu allra viðkomandi aðila.

Meirihluti bæjarráðs vísaði málinu til frístunda- og velferðarráðs með eftirfarandi bókun:

Meirihluti bæjarráðs óskar eftir því við frístunda- og velferðarráð að mynda samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara í samræmi við velferðar- og íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Meirihluti bæjarráðs leggur til að horft verði sérstaklega til nýútkominnar skýrslu um heilsueflingu aldraðra. Meirihluti bæjarráðs leggur áherslu á að málið verði unnið eins hratt og auðið er.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að skipa Bjarka Ármann Oddsson og Evu Hrund Einarsdóttur í samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara.

6.Þórunnarstræti 99 kjallari - húsaleigusamningur við Skátafélagið Klakk

Málsnúmer 2018040223Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað vegna húsnæðismála Skátafélagsins Klakks.

Sigmundur Magnússon fulltrúi skátafélagsins sat fundinn undir þessum lið.

7.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð. Einnig tölulegar upplýsingar um veikindadaga ofl. á árinu 2020.

Fundi slitið - kl. 14:03.