Frístundaráð

79. fundur 12. ágúst 2020 kl. 12:00 - 13:50 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Viðar Valdimarsson fulltrúi M-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.

1.Sundfélagið Óðinn - ósk um meiri aðgang að tímum í sundlaugum Akureyrarbæjar.

Málsnúmer 2019090230Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. júní 2020 frá Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir auknu laugarplássi í Sundlaug Akureyrar og Glerárlaug fyrir æfingar Óðins veturinn 2020-2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlauga og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Meirihluti frístundaráðs samþykkir beiðni sundfélagsins um aukið laugarpláss í Akureyrarlaug og Glerárlaug veturinn 2020 - 2021. Beiðni um aukið pláss á laugardögum miðast við tímann 08:00 - 10:00. Frístundaráð felur forstöðumanni sundlaugarinnar að auglýsa fyrirkomulagið.


Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista sat hjá.

2.Íþróttafélagið Þór - leiga og afnot af Steinnesi

Málsnúmer 2020060681Vakta málsnúmer

Samningur við Íþróttafélagið Þór vegna leigu og afnota félagsins af Steinnesi lagður fram til kynningar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

3.Beiðni um samstarf vegna fjallahjólabrautar

Málsnúmer 2020050262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2020 frá Hjólreiðafélagi Akureyrar. Erindið er í 8 liðum og þarf frístundaráð að taka afstöðu til 7. liðar þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær gangist við eignarhaldi og ábyrgð á fjallahjólabrautum og skilgreini þær sem íþróttamannvirki.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir umsögn frá skipulagssviði.

4.Frístundaráð, fundaáætlun 2020

Málsnúmer 2019120003Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fundadagatali haustannar 2020.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir framlagða fundaáætlun haustannar með þeirri breytingu sem lögð var til á fundinum.

5.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020030015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 6 mánaða rekstraryfirlit.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála sátu fundinn undir þessum lið.

6.Sameiginleg umsókn Akureyrarbæjar og LUF um European Youth Capital 2024

Málsnúmer 2020070497Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júlí 2020 frá Landssambandi ungmennafélaga þar sem kemur fram að landssambandið er að leita að sveitarfélagi sem hefur áhuga og burði til þess að verða Ungmennahöfuðborg Evrópu árið 2024. Óskað er eftir formlegri viljayfirlýsingu frá Akureyrarbæ ef áhugi er fyrir því að gerast Ungmennahöfuðborg Evrópu og eigi síðar en 30. ágúst nk.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir umsögn ungmennaráðs.

7.Notendaráð félagsmiðstöðva eldri borgara

Málsnúmer 2020080188Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð frá Félagi eldri borgara á Akureyri um notendaráð félagsmiðstöðva eldri borgara í Víðilundi og Bugðusíðu.
Frístundaráð samþykkir að fela starfsmanni að gera tillögu að erindisbréfi fyrir notendaráð.

Fundi slitið - kl. 13:50.