Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 8. maí 2020 frá Ágústi Erni Pálssyni formanni Hjólreiðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um fjallahjólabraut. Erindið var áður á dagskrá stjórnar Hlíðarfjalls þann 18. maí sl. og þá var forstöðumanni Hlíðarfjalls falið að leggja mat á kostnað við þá liði sem snúa að hugsanlegu framlagi Hlíðarfjalls til þessa samstarfs um fjallahjólabraut.
Áætlaður kostnaður er um 6 milljónir króna og þar af er vélakostnaður 4,5 milljónir.
Stefán Gunnarsson svæðisstjóri sat fundinn undir þessum lið.