Erindi dagsett 3. júní 2020 frá Fimleikasambandi Íslands þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 100.000 og aðgangi að fimleikaaðstöðu á Akureyri vegna fimleikasýningar laugardaginn 25. júlí nk. Karlalandslið Íslands í hópfimleikum fer í 10 daga sýningarferð um landið 22.- 31. júlí og að lokinni sýningu verður boðið upp á námskeið þar sem börn og unglingar fá að vera með landsliðinu á æfingu.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.