Frístundaráð

65. fundur 23. október 2019 kl. 12:00 - 14:30 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Hlíðarfjall - rekstrarúttekt 2019

Málsnúmer 2019070527Vakta málsnúmer

Rekstrarúttekt frá KPMG vegna Hlíðarfjalls lögð fram til kynningar.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

2.Beiðni um jarðvegsvinnu vegna fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæðis norðan Hjallabrautar

Málsnúmer 2019050306Vakta málsnúmer

Í framhaldi af rekstrarúttekt óskar frístundaráð eftir viðauka við fjárhagsáætlun til að fara í jarðvegsframkvæmdir við fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæði.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 4.000.000 til að fara í jarðvegsframkvæmdir við fjölnota skíða-, hjóla- og brettasvæði.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020

Málsnúmer 2019050307Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti frístundaráðs samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista sátu hjá.

4.Fimleikafélag Akureyrar - óskir til þess að auðvelda starf og rekstur félagsins

Málsnúmer 2019100355Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2019 frá Ólöfu Línberg Kristjánsdóttur f.h. Fimleikafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir afstöðu frístundaráðs til atriða með tilliti til þess að auðvelda starf og rekstur FIMAK.

Ólöf Línberg Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri FIMAK mætti á fundinn undir þessum lið.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

5.Fimleikafélag Akureyrar - ársreikningur 2018

Málsnúmer 2019100356Vakta málsnúmer

Ársreikningur FIMAK 2018 og fjárhagsáætlun ársins 2019 lögð fram til kynningar og umræðu.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

6.Aðstöðumál KFA og bogfimideildar Akurs

Málsnúmer 2019100333Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2019 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem vakin er athygli á því að Kraftlyftingafélag Akureyrar (KFA) og bogfimideild Akurs muni missa húsnæði sitt í mars á næsta ári. Félögin hafa haft aðsetur í Austursíðu 2 sem er í eigu Fasteignafélagsins Reita sem hefur nú selt húsnæðið og mun afhenda það nýjum eigendum í mars 2020.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála og framkvæmdastjóra ÍBA að kalla eftir frekari upplýsingum frá félögunum og koma fram með tillögu að lausn.

7.Frístundastyrkur/tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála lagði fram til afgreiðslu drög að endurskoðuðum reglum um frístundastyrk til barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
Frístundaráð samþykkir endurskoðaðar reglur um frístundastyrk.

8.Vika barnsins - beiðni um frítt í sund

Málsnúmer 2019100173Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. október 2019 frá Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags þar sem óskað er eftir því að frístundaráð bjóði börnum Akureyrarbæjar frítt í sund í tengslum við viku barnsins sem verður haldin 13.- 20. nóvember nk.
Frístundaráð samþykkir að frítt verði í sund fyrir börn og ungmenni upp að 18 ára aldri í viku barnsins.

9.Umsókn um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2019080426Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. ágúst 2019 frá Leik- og dansstúdíó Alice ehf. þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk frá frístundaráði vegna starfseminnar.
Frístundaráð getur ekki orðið við beiðninni.

10.Íþróttadeild - skipulag deildarinnar

Málsnúmer 2019060005Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála lagði fram til samþykktar tillögu að breytingum á skipulagi íþróttadeildar samfélagssviðs.
Meirihluti frístundaráðs samþykkir tillöguna og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista sitja hjá.

11.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar til september 2019.

12.Hollvinafélag Húna II samningur 2018 - 2020

Málsnúmer 2018030257Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn frá aðalfundi Hollvinafélags Húna II frá því í júní 2019.

Fundi slitið - kl. 14:30.