Frístundaráð

57. fundur 05. júní 2019 kl. 12:00 - 14:10 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Haraldur Þór Egilsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Haraldur Þór Egilsson S-lista mætti í forföllum Arnars Þórs Jóhannessonar.
Hulda Margrét Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs mætti ekki á fundinn né varamaður hennar.

1.Kvennahlaup ÍSÍ - beiðni um frían aðgang þátttakenda að Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2017060081Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2019 frá Ásdísi Sigurðardóttur framkvæmdaaðila Kvennahlaups ÍSÍ á Akureyri þar sem óskað er eftir því að þátttakendur í hlaupinu fái frían aðgang að Sundlaug Akureyrar að hlaupi loknu.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir með atkvæðum Hildar Bettyjar Kristjánsdóttur L-lista, Haraldar Þór Egilssonar S-lista, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur D-lista að þátttakendur í Kvennahlaupi ÍSÍ fái frían aðgang að Sundlaug Akureyrar að hlaupi loknu og felur deildarstjóra íþróttamála að útfæra fyrirkomulagið á því.

Viðar Valdimarsson fulltrúi M-lista greiddi atkvæði á móti.

2.Frístundastyrkur - tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2019 frá Arnbjörgu K. Konráðsdóttur f.h. Om Ur jógastöðvarinnar þar sem óskað er eftir því að fá að taka við frístundastyrk Akureyrarbæjar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að Om Ur jógastöðin geti tekið við frístundastyrk Akureyrarbæjar.

3.Ungmennafélag Akureyrar - Akureyrarhlaup

Málsnúmer 2014060143Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2019 frá Rannveigu Oddsdóttur formanni Akureyrarhlaupsnefndar UFA þar sem óskað er eftir kr. 200.000 styrk vegna Akureyrarhlaupsins 4. júlí nk.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000 og felur deildarstjóra íþróttamála að gera drög að samningi til þriggja ára þar sem tilgreindur er styrkur bæjarins vegna hlaupsins.

4.Styrkbeiðni til frístundaráðs vegna Dance World Cup

Málsnúmer 2019050561Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. maí 2019 frá Evu Reykjalín fyrir hönd Steps dancecenter þar sem óskað er eftir styrk vegna keppnisferðar liðs Steps dancecenter á Dance World Cup 2019 en mótið fer fram í Portúgal á komandi sumri.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 vegna ferðarinnar.

5.Atvinnuþátttaka afreksíþróttaefna ÍBA

Málsnúmer 2019050161Vakta málsnúmer

Erindið var áður til umfjöllunar á fundi ráðsins þann 16. maí sl. Þá var óskað eftir umsögn ungmennaráðs.

Lögð fram umsögn ungmennaráðs dagsett 31. maí 2019.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir bar upp vanhæfi sitt og vék af fundi undir þessum lið.

Starfsmönnum er falið að afla frekari ganga út frá umræðu á fundinum.

6.Íþróttamannvirki - notkun tóbaks og rafretta í og við íþróttahús og -svæði bæjarins

Málsnúmer 2019040253Vakta málsnúmer

Jóhann Gunnarsson kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa 16. maí 2019 fyrir hönd stjórnar foreldrafélags Brekkuskóla. Telur mikilvægt að banna rafrettureykingar í og við Íþróttahöllina. Óskar eftir því að tóbaksnotkun verði bönnuð innan og fyrir utan íþróttamannvirki sem Akureyrarbær á.
Frístundaráð áréttar að reykingar og rafrettureykingar eru bannaðar við mannvirki Akureyrarbæjar sem og öll tóbaksnotkun.

7.Samfélagssvið - skipulag sviðsins

Málsnúmer 2017010284Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála kynnti tillögu að breyttu skipulagi á íþróttadeild samfélagssviðs.

8.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðum sem heyra undir frístundaráð.

9.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020

Málsnúmer 2019050307Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2020.

Fundi slitið - kl. 14:10.