Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 2019030410

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 55. fundur - 03.05.2019

Á bæjarstjórnarfundi unga fólksins þann þann 26. mars sl. var lögð fram eftirfarandi bókun:

Aðstaða til íþróttaiðkunar er mjög góð á Akureyri, sérstaklega fyrir afreksíþróttafólk. Ef Akureyri ætlar að standa undir nafni sem heilsueflandi samfélag verður að huga betur að almenningsíþróttum. Með því að hafa æfingartæki við göngu- og hjólastíga og á opnum svæðum getur hinn almenni borgari stundað fjölbreyttari hreyfingu.

Tillögur:

- Settur verði upp hreystivöllur og æfingatæki við göngu- og hjólastíga og á opin svæði.

- Boðið verði upp á opna tíma í íþróttahúsum bæjarins.

- Ódýrara verði fyrir framhaldsskólanema að fara í sund og í Hlíðarfjall.

Frístundaráð samþykkir að vísa tillögu um hreystivelli og æfingatæki við göngu- og hjólastíga til umfjöllunar í vinnuhópi um framtíðar uppbyggingu íþróttamannvirkja og stýrihóps um heilsueflandi samfélag.

Tillögu um opna tíma í íþróttahúsum bæjarins er vísað til umfjöllunar í stýrihópi um heilsueflandi samfélag og ÍBA.

Tillögu um að ódýrara verði fyrir framhaldsskólanema að fara í sund og í Hlíðarfjall er vísað til næstu fjárhagsáætlunar.