Frístundaráð

12. fundur 07. september 2017 kl. 12:00 - 13:22 RUB 23
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Íþróttahús Naustaskóla

Málsnúmer 2016100060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. ágúst 2017 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem stjórn ÍBA óskar eftir tímum til úthlutunar til íþróttafélaga í íþróttahúsinu við Naustaskóla, virka daga á milli kl. 15:00 og 20:00 frá og með haustinu 2017.
Frístundaráð samþykkir að ÍBA fái fjóra tíma á virkum dögum, til úthlutunar til íþróttafélaga, í íþróttahúsi Naustaskóla. Tímar taka mið af stundaskrá skólans. Ráðið felur formanni, sviðsstjóra og deildarstjóra íþróttamála að vinna málið áfram.

2.Ósk um styrk vegna húsaleigu í Sunnuhlíð 12

Málsnúmer 2017030094Vakta málsnúmer

Til umræðu húsnæðismál KFA.
Þórunn Sif Harðardóttir D-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Við ákvörðun á húsnæðisstyrk til Kraftlyftingafélags Akureyrar (KFA) verði miðað við mannvirkjaleigu íþróttafélaganna á Akureyri sem eru í mannvirkjum í eigu Akureyrarbæjar. Þar mætti t.d. horfa til mannvirkjaleigu sem reiknuð er á Ungmennafélag Akureyrar (UFA) og yrði

húsnæðisstyrkurinn þá á bilinu 7 - 8 milljónir á ári.



Tillagan er felld með þremur atkvæðum Óskars Inga Sigurðssonar B-lista, Silju Daggar Baldursdóttur L-lista og Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista. Jónas Björgvin Sigurbergsson Æ-lista sat hjá.



Tillaga frá Óskari Inga Sigurðssyni B-lista, Silju Dögg Baldursdóttur L-lista og Arnari Þór Jóhannessyni S-lista:

Húsnæðismál Kraftlyftingafélags Akureyrar hafa verið til umfjöllunar hjá frístundaráði í nokkrun tíma. Ljóst er að Akureyrarbær á ekkert húsnæði á lausu sem hæfir þeim óskum sem félagið hefur sett fram samkvæmt þeirra þarfagreiningu sem hljóðar upp á 895 - 1150 fermetra. ÍBA hefur, með stuðningi Akureyrarbæjar, greitt leigu fyrir aðstöðu félagsins í Sunnuhlíð 12. Mikil óvissa hefur verið með hvort félagið geti haldið þeirri aðstöðu. Eigendur húsnæðisins hafa nú boðið áframhaldandi leigusamning til 4 ára en leiguverð mun hækka um tæp 35%.

Eina húsnæðið sem Akureyrarbær getur boðið félaginu er norðursalur í íþróttahúsinu við Laugargötu, 136 fermetrar.

Lagt er til að KFA verði boðin aðstaða í Laugargötu. Ef félagið hafnar því verði óskað eftir því við bæjarráð að félaginu verði veittur styrkur að upphæð kr. 4.000.000 á ári næstu fjögur árin (2018-2021). Jafnframt verði óskað eftir viðauka að upphæð kr. 1.333.000 til að veita félaginu styrk fyrir mánuðina september - desember 2017.



Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum Óskars Inga Sigurðssonar B-lista, Silju Daggar Baldursdóttur L-lista og Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista. Þórunn Sif Harðardóttir D-lista og Jónas Björgvin Sigurbergsson Æ-lista greiddu atkvæði á móti.







Fundi slitið - kl. 13:22.