Frístundaráð

9. fundur 08. júní 2017 kl. 14:00 - 15:55 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Valdís Bergvinsdóttir
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Guðmundur H Sigurðarson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Sigríður Valdís Bergvinsdóttir B-lista mætti í forföllum Óskars Inga Sigurðssonar.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista mætti í forföllum Arnars Þórs Jóhannessonar.
Guðmundur H. Sigurðarson Æ-lista mætti í forföllum Jónasar Björgvins Sigurbergssonar.

Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka inn á fundinn dagskrárlið Íþróttafélagið Þór - beiðni um að halda dansleik í Boganum sem 3. lið á dagskrá. Var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

1.Hlíðarfjall - starfsemi og rekstur - úthýsing

Málsnúmer 2014050114Vakta málsnúmer

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls mætti á fund ráðsins og fór yfir rekstur og starfsemi í Hlíðarfjalli á nýliðnum vetri.
Frístundaráð þakkar Guðmundi fyrir greinargóða kynningu.

2.Fjárhagsáætlun frístundaráðs 2018

Málsnúmer 2017060007Vakta málsnúmer

Umræða um helstu verkefni ráðsins vegna starfsáætlunar 2018.

Farið var yfir starfsáætlun fyrir árið 2017 og hvað hafi nú þegar áunnist á verkefnalista ársins.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála fóru yfir helstu verkefni á þeirra deildum og settu fram hugmyndir að verkefnum fyrir starfsáætlun 2018.



3.Íþróttafélagið Þór - beiðni um að halda dansleik í Boganum.

Málsnúmer 2017060042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2017 frá Valdimari Pálssyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir heimild til að halda dansleik í Boganum 8. júlí 2017.
Frístundaráð samþykkir að heimila dansleik í Boganum en leggur ríka áherslu á að framkvæmdaaðilar verji gervigrasið með plötum eða öðrum tiltækum ráðum að höfðu samráði við deildarstjóra íþróttamála.

Fundi slitið - kl. 15:55.