Framkvæmdaráð

289. fundur 15. ágúst 2014 kl. 08:15 - 10:16 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Jón Orri Guðjónsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
Dagskrá
Eiríkur Jónsson S-lista mætti í forföllum Helenu Þuríðar Karlsdóttur.
Jón Orri Guðjónsson D-lista mætti í forföllum Njáls Trausta Friðbertssonar.

1.Bílaklúbbur Akureyrar - ósk um stuðning við gerð framtíðar tjaldsvæðis

Málsnúmer 2014070094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júlí 2014 frá Einari Gunnlaugssyni f.h. Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna uppbyggingar á tjaldsvæði.

Bæjartæknifræðingi og formanni framkvæmdaráðs falið að ræða við stjórn Bílaklúbbs Akureyrar.

2.Steinefni fyrir malbik 2014-2015

Málsnúmer 2014040054Vakta málsnúmer

Fyrirspurn dagsett 5. ágúst 2014 frá Þór Konráðssyni f.h. Skútabergs ehf vegna framleiðslu á steinefnum í malbik og jöfnunarlag.

Bæjartæknifræðingi ásamt bæjarlögmanni falið að vinna að málinu og kynna það fyrir framkvæmdaráði á næsta fundi.

3.Naustahverfi - samantekt frá hverfisnefnd

Málsnúmer 2014060226Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 25. júní 2014 frá hverfisnefnd Naustahverfis vegna framkvæmda í hverfinu.

Bæjartæknifræðingi falið að vinna drög að svari til hverfisnefndar Naustahverfis og senda framkvæmdaráði það til samþykktar.

4.Þátttaka framkvæmdaráðs í kostnaði við ærslabelg í Hrísey

Málsnúmer 2014070015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 2. júlí 2014 frá hverfisráði Hríseyjar þar sem óskað er eftir þátttöku í hluta kostnaðar við leiktæki í Hrísey.

Framkvæmdaráð samþykkir að kostnaður við framkvæmd vegna leiktækis verði tekinn af fjárveitingu umhverfisátaks þessa árs og öðrum samþykktum framkvæmdum verði þá frestað.

Samþykki hverfisráðs þarf þó einnig að liggja fyrir.

5.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2014080067Vakta málsnúmer

Bæjartæknifræðingur kynnti tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015

Fundi slitið - kl. 10:16.