Framkvæmdaráð

278. fundur 13. desember 2013 kl. 11:00 - 11:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Sjúkratryggingar Íslands og Akureyrarkaupstaður - samningur um sjúkraflug fyrir árið 2013

Málsnúmer 2013010143Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur lagði fram tillögu að samningi frá Sjúkratryggingum Íslands vegna sjúkraflutninga 2013.

Framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við samningsdrög Sjúkratrygginga Íslands fyrir árið 2013, en bendir á að ekki sé eðlilegt að Akureyrarbær beri mismun á kostnaði við rekstur á sjúkraflutningum á sínu svæði. Því er það krafa Akureyrarbæjar að Sjúkratryggingar Íslands greiði samþykktan heildarkostnað 119 m.kr.

Fundi slitið - kl. 11:30.