Framkvæmdaráð

274. fundur 04. október 2013 kl. 10:15 - 11:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista og Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi A-lista mættu ekki á fundinn.

1.Fjárhagsáætlun 2014 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2013090299Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.
Framkvæmdaráð gerir tillögur um að lækkun á úthlutuðum römmum þeirra málaflokka sem það fer með í aðalsjóði, verði um 55.440 þús.kr.
Í tillögunum er gert ráð fyrir að sorpgjöld verði kr. 27.900 pr. íbúð, sem er um 10% hækkun á milli ára.

Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014, ásamt tillögu að gjaldskrárhækkun sorpgjalda og vísar henni til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 11:55.