Kattahald - gjaldskrá og skráningartímabil

Málsnúmer 2011120087

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 245. fundur - 20.01.2012

Erindi dags. 14. desember 2011 frá Ragnheiði Gunnarsdóttur þar sem eindregið er hvatt til þess að gjaldskrá fyrir kattahald verði endurskoðuð. Einnig er hvatt til þess að skráningartímabil katta verði framlengt.

Frestað.

Framkvæmdaráð - 246. fundur - 03.02.2012

Formaður Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi 11:30 og varaformaður Sigríður Margrét Hammer tók við fundarstjórn.
Erindi dags. 14. desember 2011 frá Ragnheiði Gunnarsdóttur þar sem eindregið er hvatt til þess að gjaldskrá fyrir kattahald verði endurskoðuð. Einnig er hvatt til þess að skráningartímabil katta verði framlengt. Framkvæmdaráð frestaði erindinu á fundi sínum þann 20. janúar sl.

 Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi S-lista óskar bókað.

a)  Ég tel gjaldið of hátt  og að röksemdir fyrir meirihluta gjaldsins séu á gráu svæði hvað varðar reglur um þjónustugjöld.

b)  Of hátt gjald vinnur gegn einu helsta markmiði reglugerðarinnar, sem er að kettir séu skráðir og sveitarfélagið hafi yfirsýn sem þarf um kattaeign bæjarbúa. Of hátt gjald leiðir til þess að eigendur katta skrá þá ekki. Ég tel að reglugerð um kattahald sé nauðsynleg en gjald eigi aðeins að endurspegla þjónustu við skráningu og umsýslu henni tengdri.

Forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, lagði til breytingu á skráningargjaldi.

Framkvæmdaráð samþykkir að skráningargjald fyrir ketti og hunda verði lækkað um kr. 2.500 og verði skráningargjaldið kr. 7.500 þar sem náðst hefur hagræðing í vinnuferli við skráningu. Ekki er fallist á framlengingu á fresti til að skrá ketti gjaldfrjálst.

Bæjarráð - 3308. fundur - 09.02.2012

7. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 3. febrúar 2012:
Forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, lagði til breytingu á skráningargjaldi.
Framkvæmdaráð samþykkir að skráningargjald fyrir ketti og hunda verði lækkað um kr. 2.500 og verði skráningargjaldið kr. 7.500 þar sem náðst hefur hagræðing í vinnuferli við skráningu. Ekki er fallist á framlengingu á fresti til að skrá ketti gjaldfrjálst.

Bæjarráð samþykkir að skráningargjaldið verði lækkað í kr. 7.500 frá 1. janúar 2012.