Málsnúmer 2010040042Vakta málsnúmer
2. liður a) í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. janúar 2011 og 1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. janúar 2011 sem bæjarráð vísaði til framkvæmdaráðs og framkvæmdadeildar á fundum sínum 27. janúar og 3. febrúar sl.
Spurst var fyrir um almenningssalernin undir kirkjutröppunum og opnun í sumar.
Mikill fjöldi farþega af skipunum fer í miðbæinn, kirkjuna og í Lystigarðinn. Hof muni ekki anna þessu á háannatíma.
Óskað eftir að ákvörðun um lokun salernanna verði endurskoðuð í bæjarráði.
Framkvæmdaráð samþykkir með 4 atkvæðum að vísa áætluninni til bæjarráðs.
Sigfús Arnar Karlsson B-lista sat hjá við afgreiðsluna.