Framkvæmdaráð

228. fundur 18. febrúar 2011 kl. 08:15 - 10:13 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Sumarvinna með stuðningi - breyttur vinnutími

Málsnúmer 2011020082Vakta málsnúmer

Rætt um breytingar á vinnutíma einstaklinga í sumarvinnu með stuðningi.
Hulda Steingrímsdóttir náms- og starfsráðgjafi í AMS mætti á fundinn.

Framkvæmdaráð þakkar Huldu kynninguna.

Framkvæmdaráð samþykkir að sumarvinna með stuðningi verði skert þannig að í stað þess að unnið verði í 7 vikur verði unnið í 6 vikur. Þetta samræmist þeirri skerðingu sem gerð var hjá Vinnuskólanum sl. sumar.

2.Hundahald - gjaldskrá - endurskoðun

Málsnúmer 2011020085Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá fyrir hundahald.

Framkvæmdaráð samþykkir breytingar á gjaldskrá vegna hundahalds í Akureyrarkaupstað sem gerir ráð fyrir að handsömunargjald fyrir óskráðan hund verði kr. 10.000 og kr. 5.000 fyrir hund sem er skráður.

3.Samkomulag milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarkaupstaðar

Málsnúmer 2011020087Vakta málsnúmer

Kynnt drög að samkomulagi dags. 19. janúar 2011 um framlengingu samnings, dags. 12. desember 2008, um sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri

Framkvæmdaráð samþykkir framlögð drög . Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að greiðslur fyrir sjúkraflutninga verði kr. 66.700.000 fyrir árið 2011.

4.Samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað - endurskoðun

Málsnúmer 2010110078Vakta málsnúmer

Lögð fram til annarar umræðu ný samþykkt um kattahald.
Sverrir Thorstensen mætti á fundinn.

Framkvæmdaráð samþykkir nýja samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

5.Kattahald - gjaldskrár 2011

Málsnúmer 2010120062Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá fyrir kattahald í Akureyrarkaupstað.

Framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrá um kattahald í Akureyrarkaupstað. Gert er ráð fyrir að eftirlitsgjald verði kr. 6.000 og skráningargjald kr. 10.000.

6.Skógræktarfélag Eyfirðinga - endurskoðun þjónustusamnings

Málsnúmer 2009120095Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 17. febrúar 2011 vegna vinnu við endurskoðun samnings við Skógræktarfélag Eyfirðinga.
Karl Guðmundsson verkefnastjóri mætti á fundinn.

Framkvæmdaráð þakkar Karli kynninguna. Unnið hefur verið að tillögum vegna endurskoðunar á samningnum við Skógræktarfélagið. Samþykkt er að vísitöluhækkun samningsins verði óbreytt. Næstu tvö árin, þ.e. nú í ár og árið 2012 mun Skógræktarfélagið hins vegar taka að sér rekstur á snjótroðara og kostnað vegna útivistarsvæða í Kjarnaskógi.

7.Akureyrarbær - framtíðarsýn L-listans

Málsnúmer 2011020051Vakta málsnúmer

Kynnt framtíðarsýn L-listans er varðar Akureyrarbæ.

Fundi slitið - kl. 10:13.