Málsnúmer 2010070043Vakta málsnúmer
4. liður í fundargerð samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra dags. 23 september 2010:
Tölvubréf dags. 8. júlí 2010 frá Jóni Gunnari Benjamínssyni vegna verkefnis sem hann er að vinna að fyrir Ferðamálastofu um bætt aðgengi að ferðamannastöðum á Íslandi.
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra samþykkir að óska eftir því við framkvæmdaráð að Kjarnaskógur og Lystigarðurinn verði framlag Akureyrarkaupstaðar til verkefnis Ferðamálastofu "bætt aðgengi að ferðamannastöðum á Íslandi".
Nefndin áskilur sér þó rétt til að óska eftir að fleiri stöðum verði bætt við á seinni stigum.
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun verður á næsta fundi.