Framkvæmdaráð

224. fundur 17. desember 2010 kl. 15:38 - 16:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson
  • Tómas Björn Hauksson
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Götulýsing - umferðarmál - snjómokstur og fleira

Málsnúmer 2010110141Vakta málsnúmer

Lagður fram 2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltúa dags. 25 nóvember sl., sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 2. desember sl., liðum a-e, til framkvæmdaráðs.

a) Viðkomandi lýsti yfir ánægju með Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað sem kynnt var í Vikudegi, þ.e. að fyrirhugað sé að banna eigi hunda á opnum hátíðarhöldum í bænum.

b) Viðkomandi lýsti yfir áhyggjum sínum vegna þess að það vantar lýsingu á milli Fossagils og Vörðugils. Langur stígur tengir þessar götur og þar verður ansi dimmt í mesta skammdeginu, það er mjög slæmt að ekki sé lýsing á þessum stíg því hann er mikið notaður og má segja að hann tengi saman tvo hluta hverfisins.

c) Viðkomandi lýsti einnig yfir furðu sinni á einkennilegri aðkomu frá Borgarbraut um Kiðagil fyrir gangandi vegfarendur að Giljaskóla, á þessum stað vantar "stubb" í gangstéttina, þ.e. engin gangstétt er frá Borgarbraut að skólanum. Hann lagði til að þetta verði skoðað vandlega ekki síst vegna þess að þetta er aðkoma að skóla.

d) Þá ljáði viðkomandi máls á því að í snjómokstri þeim sem fram hefur farið undanfarið hefur snjó verið sturtað á fótboltavöll sem staðsettur er við Merkigil á milli Fossagils og Vörðugils. Bagalegt að ekki sé hægt að nota völlinn löngu eftir að snjóa leysir vegna þess hve lengi skaflinn er að bráðna. Hann benti á að það mætti án vandkvæða losa snjóinn hinu megin við göngustíginn.

e) Þá lagði viðkomandi fram fyrirspurn um hvort hægt væri að koma upp hjólabretta- og hjólreiða"park" við Giljaskóla.

Framkvæmdráð þakkar ábendingarnar.

2.Kattahald - kvartanir

Málsnúmer 2009090050Vakta málsnúmer

Lagður fram 1. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltúa dags. 2. desember sl. sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 9. desember sl. til framkvæmdaráðs.
Kvartað var undan lausagöngu katta og vildi viðkomandi að bæjaryfirvöld tækju í taumana. Viðkomanda fannst með engum hætti að kettir ættu að ganga lausir. Í Naustahverfi hefur ekki skitið skógarþröstur sl. 2 ár, vegna kattafársins.

Framkvæmdráð þakkar ábendinguna.

3.Sorpmál - kynningarfundir 2010

Málsnúmer 2010120023Vakta málsnúmer

Lagður fram 2. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltúa dags. 2. desember sl. sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 9. desember sl. til framkvæmdaráðs.
Viðkomandi hafði orð á því að töluvert væri við framkvæmd sorphreinsunar að athuga, enn væri svartir ruslapokar í tunnum. Á kynningarfundi var talað um að síðar yrði kynnt betur fyrir hans húsfélagi um framkvæmdina. Ekkert hefur enn orðið af því.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdadeild að fara yfir verklag á kynningum á sorpflokkun með verktaka.

4.Snjómokstur og hálkuvarnir - ábendingar 2010

Málsnúmer 2010010053Vakta málsnúmer

Lagður fram 3. liður í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltúa dags. 2. desember sl. sem bæjarráð vísaði á fundi sínum 9. desember sl. til framkvæmdaráðs.
Viðkomandi kvartaði undan vinnubrögðum við sanddreifingu á gangstéttum á syðri-Brekku og í Innbæ. Eru vinnubrögð með eindæmum slæm, þannig að betra sé að sleppa sandburði heldur en að gera það eins illa eins og raunin er. Illa er sandað og það skapar slysahættu.

Framkvæmdráð þakkar ábendinguna.

Fundi slitið - kl. 16:00.